Óskímon

...leysir vandann

Efnisyfirlit

Hér hafði ég hugsað mér að setja inn uppskriftir af uppáhalds holla matnum mínum. Þessir réttir sem hér koma eiga það ekki bara sameiginlegt að vera mein hollir, heldur eru þeir líka alveg prýðilega góðir! Sum staðar verða uppskriftirnar líklega ekki mjög nákvæmar (t.d. varðandi eldunartíma og þess háttar), heldur verða þær meira ætlaðar til að gefa fólki hugmyndir. Ég vona líka að þið hafið basic þekkingu á matreiðslu og hafið einhverja tilfinningu fyrir hvað það tekur langan tíma að sjóða pasta og þess háttar ;o) Ég mun uppfæra þessa síðu þegar ég nenni, svo endilega kíkið við öðru hvoru!

Aðalréttir

- Grilluð kjúklingabringa með tagliatelle og spínati

Snarl

- Salat með guacamole og túnfiski

Bakkelsi

- Súkkulaði muffins
- Prótein vöfflur
- Prótein pönnsurGrilluð kjúklingabringa með tagliatelle og spínatiInnihald

- Ferskt spínat - Tagliatelle pasta - Kjúklingabringur - Niðursoðnir tómatar í bitum - Grænmetis parmesan ostur - Fitulaus og kaloríusnauð ítölsk salat "dressing" - Oregano krydd

1. Veltu kjúklingabringunum upp úr ítölsku salat "dressing". Ágætt er að gera þetta nokkru áður en matreiðsla fer fram
2. Hentu kjúklingabringunum á grillið
3. Á meðan að bringurnar eru að grillast skaltu sjóða pastað og hella tómötunum í pott og krydda með oregano
4. Hitaðu tómatana upp
5. Raðaðu fersku spínati í "hreiður" á diska og settu svo tagliatelle í miðjuna. Ein kjúklingabringa er sett ofan á hvern disk og tómatmauki dreift yfir. Efst er svo stráð svolitlum parmesan osti.

Umsögn


Þetta er temmilega fljótlegt í eldun og það er ekkert mál að gera kjúklinginn á heilsugrilli eða í ofni ef útigrill er ekki í boði. Ég kann líka afskaplega vel við þennan rétt og hann lítur mjög flott út. Alveg boðlegur í veislur.Salat með guacamole og túnfiski


Innihald

- 100 grömm túnfiskur
- 1 tómatur
- Uppáhalds salatið þitt
- 1 avocado
- 1 msk sítrónusafi
- 1/2 lítill laukur, saxaður
- 1/2 tsk salt
- 1 msk ólívu olía

Guacamole:
1. Skerðu avakadóinn í tvennt, taktu steinninn úr og skafðu innan úr honum í skál.
2. Stappaðu ávöxtinn með gaffli
3. Bættu sítrónusafa, lauk, salti og olíu
4. Kældu í ísskáp í a.m.k. 1 klst fyrir "notkun"

Salatið:
5. Blandaðu hluta af guacamole blöndunni saman við túnfiskinn (eftir smekk)
6. Skerðu tómat niður í báta
7. Settu salat á disk, tómata í kring og túnfisksblöndu ofan á.
8. Enjoy :o)

Umsögn


Þetta var tilraun til að bæta "góðri fitu" í mataræðið mitt, þar sem að avocado er einmitt ríkur af svoleiðis. Annar séns er að nota tilbúið guacamole, en þá mæli ég með að það sé lesið vel á innihaldslýsinguna áður.
Þetta er ekkert svo klikkað. Alveg ágætis snarl.Súkkulaði muffins12 muffins (3 = máltíð)

Innihald

- 12 eggjahvítur
- 350 ml haframjöl
- 1 tsk salt
- 125 ml létt kotasæla
- 17 pakkar of Splenda (ekki granular, heldur þessu sem kemur í litlum pökkum)
- 1 tsk vanillu dropar
- 2 matsk. Unsweetened Hershy's Baking Cocoa
- 80 ml vatn
- tsk lyftiduft
- PAM sprey
- muffin form

1. Settu haframjöl, salt og lyftiduft saman í blandara og hrærðu þangað til að haframjölið lítur næstum því út eins og hveiti.
2. Blandaðu eggjahvítum, vanilludropum, splenda og vatni saman við og hrærðu þangað til að blandan er svolítið froðukennd
3. Bættu við kotasælu og blandaðu vel. Á meðan að græjan er í gangi, bættu kakóinu við.
4. Þegar allt er blandað til andskotans, helltu þá blöndunni í 12 muffin form, sem hafa verið spreyjuð með PAM.
5. Bakaðu við 185°C í 18 - 24 mínútur, eða þangað til að tannstöngul sem stungið er í, kemur út hreinn.
6. Leyfið að kólna og borðið.

Ef þið ætlið ekki að borða allt í einum umgangi, hendið hinu inn í ísskáp eða frysti.

Umsögn


Mmm.. Nokkuð gott! Reyndar ekkert alveg eins og "alvöru" muffins, en pretty damn close. Ég var meira að segja tilbúin til að vera ansi gagnrýnin eftir að hafa sigtað eggjahvítuna úr TÓLF eggjum! Kallinn borðaði líka 2 og fannst þær bara fínar. Fékk sér meira að segja nokkrar í nest í vinnuna.

Þær eru líka hollar. Fáar hitaeiningar, slatti af próteini, Sykurlausar og ég held þær séu með svona 2 grömm af fitu.


Prótein vöfflur~6 vöfflur (Myndi segja að 2 væru skammtur)

Innihald

- 250 ml haframjöl
- 6 eggjahvítur
- 250 ml létt kotasæla
- 50 ml Fjörmjólk
- 1/4 tsk vanilludropar
- 1/4 tsk kanil
- ~30 ml splenda
- PAM sprey

1. Stingdu vöfflujárninu í samband
2. Heltu öllu innihaldinu í skál og hrærðu í klessu. Helst með þeytara svo kotasælan missi alla kekki og svona.
3. Spreyjaðu PAM spreyji yfir vöfflu járnið og heltu svo hæfilega miklu deigi út á. Vöfflujárnið segir þér hvenær hún er til nema þú eigir ömurlegt vöfflujárn. Þá get ég augljóslega ekki hjálpað þér.
4. Endurtaktu skref 3 þangað til.. öh.. þú ert búinn með degið
5. Serve!

Það er ágætis mál að setja bláber, banana eða jafnvel jarðaber út á vöfflurnar. Það er alveg nógu mikið prótein í þeim til þess að bæta við some carbs. Það er hægt að kaupa sýróp í heilsuganginum í hagkaupum sem er rosa gott en án sykurs, fitu og frekar kaloríusnautt. Mæli með því. Líka hægt að kaupa sultu sem er sömu eiginleikum gædd á sama gangi. Það þarf hinsvegar að passa sig í sprauturjómakaupum. Ein tegundin (hún er meira að segja íslensk) er með 5.8% fitu, á meðan að hinar eru með 25%.

Umsögn


Rosalega góðar (þó að innihaldið líti kannski ekkert spes út), frekar hollar og algjör redder ef þú átt bágt á virkum degi! Verðið að smakka þetta. Ég hef eldað þetta ofan í allskonar fólk og öllum finnst þetta mikil snilld. Þarf ekki einu sinni að segja fár að þetta sé hollt ef einhver er haldinn einhverjum pervertískum hollustufasisma.


Prótein pönnsur

Koma c.a. 10 pönnukökur út úr þessu deigi hjá mér


Innihald

- 250 ml haframjöl
- 6 eggjahvítur
- 200 ml létt kotasæla
- 200 ml Fjörmjólk
- 1/4 tsk vanilludropar
- 1/2 tsk lyftiduft
- ~30 ml splenda
- PAM sprey

1. Settu haframjölið í blandara og á fullan kraft þangað til að það er orðið að dufti
2. Taktu haframjölið aftur úr blandaranum
3. Þeyttu saman blautu efnunum (fyrir utan PAM sprey) og bættu svo þessum þurru smám saman út í
4. Pönnsaðu deigið eins og venjulegar pönnsur. Ef þú ert ekki með almennilega húðaða pönnu er fínt að spreyja smá PAM á pönnuna inn á milli. Það er ágætis trix líka að hafa 2 pönnur í gangi; Eina sem þú hellir deiginu upprunalega á og aðra sem þú hvolfir pönnsuni ofan á þegar fyrri hliðin er búin.

Ég set bara splenda á mínar pönnsur, en Einar notar hard-core sykur.

Umsögn


Keppnisgóðar pönnsur. Alveg hreint ótrúlegt mál að þær séu hollar. Þetta er komið í mikið uppáhald hér á bæ og nú er svo komið að það er oftar farið fram á pönnsubakstur heldur en vöfflubakstur.