Óskímon

...leysir vandann

Hver er Óskímon?

 • Ég heiti Ósk Ólafsdóttir
 • Ég fæddist 22. október 1981
 • Gulur var uppáhalds liturinn minn þegar ég var ponsa
 • Mér finnst gulir hlutir ennþá fallegir, vegna þess að þeir eru svo glaðir
 • Ég æfði fimleika í 12 ár, stundum 24 klst á viku
 • Það var ekki alltaf gaman... Eiginlega oftar leiðinlegt en það var skemmtilegt
 • Ég var skíthrædd við þjálfarann minn
 • Ég er tölvunarfræðingur frá HR (2005)
 • Ég verð verkfræðingur (Computer Systems Engineer) frá DTU (2007)
 • Stundum dansa ég án þess að það sé tónlist
 • Stundum hlæ ég að einhverju sem ég geri þó ég sé ein í herberginu
 • Ég held að sá sem fann upp á "heimskur hlær að sjálfs síns fyndni" hafi ekki verið ekki fyndinn
 • Mér finnst fólk sem tekur sig of alvarlega vera leiðinlegt
 • Þessvegna er ég heppnasta stelpa í heimi að hafa hitt strák sem er tilbúinn til þess að halda í hendina á mér og valhoppa niður götuna ef okkur dettur það í hug
 • Það er hann Einar, kærastinn minn. Hann er með sömu menntun og ég og við hittumst í tölvunarfræðinni
 • Ég á pabba sem er tölvunarfræðingur, mömmu sem er viðskiptafræðingur og bróður sem er einu ári eldri og er lögfræðingur
 • Ég á líka guðson. Hann er sonur bróður míns og fæddist árið 2002. Hann er sniðugur
 • Mér finnst að fjölskyldan mín og vinir mínir séu það mikilvægasta sem ég á
 • Ég veit ekki hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.. eh.. fullorðin
 • Mér finnst gaman að teikna, mála, bræða vax, skrifa texta, föndra, ferðast, forrita dót fyrir sjálfa mig, hlaupa og afskaplega mikið fleirra
 • Ég bý í Lyngby í Danmörku. Það er úthverfi frá Köben
 • Ég hef áður búið í Kópavogi og Reykjavík
 • Ég þekki ekki marga hérna og stundum leiðist mér og sakna fólksins míns
 • Mér finnst oft skemmtilegra í partýum en niðri í bæ
 • En mér gaman að dansa
 • Einu sinni fór ég í salsatíma
 • Sígarettureykur pirrar mig
 • Mér finnst gaman að elda en leiðinlegt að þrífa
 • Áður en ég flutti til Danmerkur æfði ég karate í eitt ár. Var komin með appelsínugulabeltið
 • Mér finnst skemmtilegast að hlusta á rokk, metal, punk eða aðra svipaða tónlist
 • Stundum fer ég í "stelpó". Það er alveg eins og mömmó nema það er engin mamma, pabbi eða barn. Bara ég, sturta, djúpnæring, naglalakk, húðmaski og slökunartónlist
 • Uppáhalds myndin mín er "The Nightmare Before Christmas"
 • Mér finnst líka gaman að horfa á teiknimyndir
 • Ég var í Verzló. Sumir trúa mér ekki þegar ég segi þeim það. Það eru verzlófordómar þarna úti!
 • Ég vann í kjöt- og fiskborði með menntó. Ég lærði helling á því og kann að úrbeina, flaka og krydda ótrúlegustu matvörur
 • Ég hef bara samskipti við eina manneskju sem var með mér í grunnskóla. Það er hún Vala. Við erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum 8 ára
 • Ég hef spilað miiiiikið af 3rd person adventure games eins og kings quest
 • Mér finnst líka gaman að roleplaya
 • ..ég á samt erfitt með að spila vitlausa charactera og mjög evil charactera
 • Ég á örugglega eftir að skrifa skáldsögu einhvern daginn
 • Ég er með drésalappir. Þær eru næstum því fullkominn kassi. Eru nr. 36, breiðar og líka með háa rist
 • Mér finnst þær samt ekki ljótar og heldur ekki tásurnar mínar
 • Ég fékk bassa í 25 ára afmælisgjöf. Ég þarf að vera duglegri að spila á hann svo ég geti orðið eins og Kim D
 • Einu sinni gerði ég 20 armbeygjur til þess að bekkurinn minn í grunnskóla gæti fengið að fara úr tíma. Ég held að kennarinn hafi ekki búist við því að einhver gæti það
 • Mér finnst súkkulaðikökur rosalega góðar
 • Uppáhalds bjórinn minn er Tuborg Classic. Ég held að hann fáist ekki á Íslandi
 • Mest af öllu vil ég vera hamingjusöm og ég vil það meira en að vera mikilvæg. Ég ætla að reyna að finna mér vinnu sem mér finnst skemmtileg, ekki endilega sem ég fæ marga peninga fyrir
 • Ég elska grímubúningapartý
 • Það er samt ekki því að ég er ósátt við sjálfa mig og vilji vera einhver önnur en ég er. Mér finnst bara gaman að fara í önnur hlutverk
 • Síðasta "fastelavn" hér í DK leitaði ég hátt og lágt að almennilegum prinsessukjól fyrir 164, en ég fann bara bratz föt og vampíruföt. Ég vildi öskubuskukjól. Ég tékka aftur á næsta ári
 • Ég var samt aldrei prinsessa á öskudaginn þegar ég var krakki. Var hinsvegar t.d. pönkari, vampíra, norn (oft) og Zorro
 • Þegar ég var krakki átti ég eiginlega bara stráka vini
 • Ég vildi samt helst vera í pilsum og kjólum
 • Það er ennþá þannig í dag
 • Einu buxurnar sem ég á eru íþróttabuxur eða karatebuxur
 • Ég er með mjög gott minni
 • ..en með stutt attention span. Stundum stríða vinir mínir mér á því. Hrekkjusvín! :o)
 • Ég reyni að spurja fólk að því hvað það meinar ef ég skil það ekki og segja fólki hvað mér finnst ef ég er ósátt
 • Það virkar vel. Þið ættuð að prufa það líka
 • Þegar ég var 5 ára sagði strákur í bekknum mínum við mig að hann væri skotinn í mér. Ég lamdi hann.
 • Hann hætti ekki að vera skotinn í mér eftir það, svo ég gerði það ekki aftur
 • Ef ég mætti velja mér ofurhetjukraft væri það að fljúga
 • Mér finnst afskorin blóm fínni en pottaplöntur
 • Ég tek ekki þátt í skildurómantíkurdögum eins og valentínusardeginum, konudeginum eða bóndadeginum því mér finnst það miklu meira rómó að gera eitthvað fallegt fyrir einhvern þegar viðkomandi býst ekkert við því
 • Ég á saumavél og ég nota hana stundum
 • Ég er eldhúsgræjufíkill og á m.a. pastavél, ísvél, safapressu, brauðvél og forman
 • Þegar ég var lítil ætlaði ég verða rithöfundur þegar ég yrði stór
 • Amma mín spilaði með mér Kings Quest þegar ég og bróðir minn vorum lítil og vorum í pössun hjá henni og afa. Hún er töffari
 • Ég er svo voðalega heppin að hafa ferðast talsvert mikið. Ég hef farið í amk eina utanlandsferð á hverju ári síðan ég man eftir mér, flestar thanks to my parents
 • Ég hlakka til að eignast ponsur en ég vil ekki eiga þær í Danmörku þó Danmörk sé að mörgu leiti betri staður til þess að ala upp börn en Ísland
 • Ég hef einu sinni fótbrotnað og einu sinni tognað í hálsinum. Báðir hlutirnir gerðust í fimleikum
 • Mér finnst gaman að lesa og þá sérstaklega spennandi bækur eða fyndnar og vel skrifaðar bækur eins og Discworld
 • Ég kann asnalega mörg quote úr bíómyndum. Eiginlega of mörg
 • Ég þoli ekki fólk sem tyggur tyggjó með opinn munninn
 • Mér finnst haribo nammi best í heim
 • Sumarið er uppáhalds árstíðin mín en haustið finnst mér leiðinlegasta árstíðin
 • Sem betur fer á ég afmæli í október, svo haustið er ekki alslæmt
 • Ég kann yfirleitt betur við einstaklinga heldur en "fólk"
 • ...það er vegna þess að fólk er fífl
 • Ég þoli ekki rok
 • Ég þoli heldur ekki "kannski"
 • Einhvern daginn mun ég halda partý þar sem verður boðið upp á kók í gleri og lakkrísrör
 • ...eða partý þar sem að allir eiga að mæta sem einhver annar sem mætir í partýið. Mér var bara að detta þetta í hug núna
 • Ég fæ fleirri hugmyndir en er pláss fyrir í hausnum á mér til lengdar
 • *hopphopphopphopphopp*
 • Sorry. Langaði bara að hoppa
 • Ég kemst í splitt, en ekki spíkat
 • Í guðana bænum ekki rugla saman hvort er hvað. Það er svipað pirrandi og þegar fólk segir "talva" í staðinn fyrir "tölva"
 • Stundum finnst mér 5 aura brandarar ógeðslega fyndnir. Sérstaklega ef enginn annar hlær að þeim
 • Mér finnst gaman að stríða en ljótt að hrekkja
 • Bróðir minn segir að ég sé með sítrónuandlit og hökuflipa
 • Ég get ekki séð gula blýanta án þess að naga þá. Oft skiptir ekki máli hver heldur á honum at the time
 • Ef ég borða einhverskonar kremkex vil ég helst taka það í sundur og borða kremið fyrst. Ég borða líka súkkulaðið fyrst af íspinnum
 • Mikka Mús sögur eru leiðinlegri en Andrésar Andar sögur
 • Einu sinni stofnaði ég "Buy Ósk a slinky foundation" á síðunni minni þar sem ég gaf upp reikningsnúmer og kennitölu og skoraði á fólk til að leggja inn á mig pening fyrir slinky kaupum. Ég fékk alltof mikinn pening og endaði á því að kaupa þrjá